Ferill 199. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 199 . mál.


1309. Breytingartillögur



við frv. til l. um stofnun hlutafélags um Áburðarverksmiðju ríkisins.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



    Við 3. gr. Síðasti málsliður orðist svo: Landbúnaðarráðherra er heimilt að höfðu samráði við fjárlaganefnd Alþingis að selja allt að helming hlutabréfa ríkissjóðs í félaginu.
    Við 7. gr. Greinin orðist svo:
                  Meðan ríkið er eigandi fyrirtækisins að meiri hluta eða öllu leyti skulu fulltrúar ríkisins í sjö manna stjórn kosnir hlutfallskosningu á Alþingi. Landbúnaðarráðherra skipar einn þeirra formann verksmiðjustjórnar.